Innlent

Segja Svandísi ganga lengra en forvera sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Félag atvinnurekenda gerir margar athugasemdir við frumvarp ráðherra.
Félag atvinnurekenda gerir margar athugasemdir við frumvarp ráðherra. Vísir/Getty
Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur gengur enn lengra en frumvarp forvera hennar, Óttars Proppé, að því leyti að það gerir ráð fyrir takmörkunum á notkun rafrettna og viðskiptum með þær, hvort sem þær innihalda nikótín eða ekki.Þetta kemur fram í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) við frumvarpið. Þar segir að afleiðingarnar séu skringilegar. Ákvæði frumvarpsins virðist þýða að setja verði á nikótínlausar rafrettur merkingar um að þær innihaldi nikótín.Þetta er á meðal þeirra mörgu atriða í frumvarpinu sem Félag atvinnurekenda gagnrýnir í umsögn sinni til Alþingis. FA bendir á að fjölmörg ákvæði frumvarpsins gangi lengra en Evróputilskipunin, sem því er ætlað að innleiða, án þess að rökstutt sé hvers vegna nauðsynlegt sé að ganga lengra í inngripum í viðskipta- og athafnafrelsi fólks.Til dæmis ákvæðin um bann við sýnileika rafrettna í verslunum, ákvæði um takmarkanir á notkun þeirra sem leggja rafrettur að öllu leyti að jöfnu við sígarettur og áðurnefnd ákvæði um að lögin taki einnig til rafrettna sem innihalda ekki nikótín. 
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.