Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2018 07:39 Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar. Vísir/AFP Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01