Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira