Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forysta flokksins hlaut yfirburðakosningu í embætti. Formaðurinn Bjarni Benediktsson sleit fundinum um fjögurleytið, en á dagskránni í dag var m.a. málefnastarf og kosning forystu flokksins. Þar var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður með um 96% atkvæða, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari með um 93% atkvæða og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kjörin nýr varaformaður með um 95% atkvæða. Öll voru þau ein í framboði.Önnur og sérhæfðari spítalabygging Áður en Bjarni sleit fundinum var stjórnmálaályktun flokksins samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, en í henni er m.a. rætt um bætta málsmeðferð í kynferðisbrotamálum, stöðugleika í ríkisrekstri og sölu ríkisins á eignarhlut sínum í bönkunum, svo eitthvað sé nefnt. Í ályktuninni kemur aftur á móti einnig fram að fara skuli tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu, þó ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem komin sé á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi.Frétt Vísis: Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu,“ segir Bjarni.Forðast tímaskort í framtíðinni Bjarni segir því að ályktunin raski ekki fyrirhugaðri byggingu þjóðarsjúkrahússins svokallaða við Hringbraut, heldur sé frekar verið að horfa til fjarlægari framtíðar. Ályktunin hafi því ekki áhrif á það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að framkvæmdir við meðferðarkjarna spítalans skuli hefjast í sumar. „Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira