„Við viljum sjá konur í flugvirkjun“ Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2018 21:45 Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, í flugskýli skólans á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur. Rætt var við Hjálmar í fréttum Stöðvar 2. Flugakademían er orðin um 40 prósent af starfsemi Keilis á Keflavíkurflugvelli, skólinn verður í vor kominn með fjórtán kennsluvélar, en er einnig með flugherma til að þjálfa flugmenn. Keilir heldur einnig úti kennslu flugvirkja og hefur í því skyni komið sér upp aðstöðu þar sem sjá má hreyfla af öllum stærðum og gerðum, meira að segja af júmbóþotu, og þar er tékknesk orustuþota. „Menn segja að fyrir hvern einn flugmann þurfi svona einn og hálfan flugvirkja. Og flugvirkjaskólar heimsins anna ekki eftirspurn,” segir Hjálmar, og segir skólann búinn að koma sér upp mjög góðri aðstöðu til námsins. Hann segir mikla aðsókn í bæði flugvirkjanám og flugmannsnám og nánast allir bekkir Keilis séu fullir fram eftir þessu ári. Það lýsi bæði þörf flugfélaga og áhuga ungs fólks að fara í flugið; spennandi atvinnugrein, sem orðin sé ansi stór hérlendis.Flugvirkjar í hinu nýja flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli skoða nýjustu þotu félagsins, Boeing 737 MAX 8.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það vekur hins vegar athygli þegar horft er yfir vinnustað flugvirkja að þar eru yfirleitt bara karlmenn, enda eru íslenskir kvenflugvirkjar teljandi á fingrum annarrar handar. Af 560 félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands eru aðeins fjórar konur, samkvæmt upplýsingum félagsins; tvær hjá Icelandair, ein hjá Flugfélagi Íslands og ein sem starfar í Lúxemborg. „Við höfum nú verið að hvetja ekki síst konur til þess að fara í það starf. Það er einhvern veginn sú ímynd að þetta sé eitthvað svona karllægt starf. En það er alls ekki þannig. Þetta er starf sem hentar báðum kynjum og við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að við viljum sjá konur í flugvirkjun, eins og öðrum störfum,” segir Hjálmar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. 20. desember 2017 22:12