Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2012 19:32 Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira