Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2012 19:32 Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð á Íslandi fyrir flugflota sinn. Starfsmenn voru um 120 talsins þegar stöðin tók til starfa en nú vinna þar um 300 manns, að sögn Theodórs Brynjólfssonar, yfirflugvirkja Icelandair Technical Services, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Með þessari uppbyggingu fluttust inn í landið allar stórskoðanir á vélunum, sem á sinn hátt er umtalsverð gjaldeyrissköpun, enda þýðir ein fjögurra vikna C-skoðun, eins og nú stendur yfir, drjúgan skildinginn fyrir dótturfélagið ITS en slík stórskoðun veltir um 150 milljónum króna. Hér er öllum flóknustu verkum sinnt, eins og að skipta um hreyfla, - stykkið kostar um einn og hálfan milljarð króna, - en hér er einnig verið að skipta um hjóla- og lendingarbúnað í heilu lagi. Stækkun flugflota Icelandair þýðir aukin umsvif í flugskýlinu og segir Theodór að mikil eftirspurn sé nú eftir flugvirkjum. Það vanti fleiri flugvirkja og þótt fyrirtækið hafi ítrekað auglýst eftir flugvirkjum hafi gengið illa að finna fólk innanlands til að leysa þessi störf af hendi. Þá hafi félagið þurft að hafna viðhaldi erlendra flugvéla og segir Theodór það fyrst og fremst vegna þess að þeir eigi fullt í fangi með að sinna viðhaldi eigin véla. Þegar flugskýlið var tekið í notkun fyrir 19 árum var yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna af Reykjavíkursvæðinu en tiltölulega fáir af Suðurnesjum og áætlar Theodór að hlutföllinn hafi verið í kringum 90 prósent úr borginni en 10% af Suðurnesjum. Nú sé hins vegar um helmingur starfsmanna búsettur á Suðurnesjum.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira