„Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2018 06:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni við Pernille Harder í leiknum í gær. Vísir/EPA Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira