Innlent

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvo gáma til rannsóknar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gámarnir sem um ræðir.
Gámarnir sem um ræðir. Vísir/Óskar Friðriksson
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft tvo gáma til rannsóknar en samkvæmt frétt á vef Eyjafrétta tengjast gámarnir stórfelldum þjófnaði úr gagnaveri í Reykjanesbæ í desember síðastliðnum.Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfesti í samtali við Vísi að gámarnir hefðu verið til rannsóknar hjá lögreglu. Ekki fékkst staðfest hvaða máli gámarnir tengdust og vísaði lögreglufulltrúi á lögregluna á Suðurnesjum, sem hefur gagnaversþjófnaðinn til rannsóknar.Sjá einnig: Rannsaka þjófnað á 600 tölvumÍ frétt Eyjafrétta segir enn fremur að tveir menn hafi verið handteknir í Vestmannaeyjum í nótt sem grunaðir eru um aðild að þjófnaðinum. Þetta vildi lögregla í Eyjum heldur ekki staðfesta í samtali við Vísi.Þá varðist lögreglan á Suðurnesjum allra frétta af málinu vegna rannsóknarhagsmuna. Hvorki fékkst staðfest að menn hefðu verið handteknir í Eyjum vegna málsins né að gámarnir væru tengdir gagnaversþjófnaðinum.Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Þýfið er metið á rúmar 200 milljónir króna.Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur hluta af tölvubúnaðinum verið komið fyrir í gámunum í Vestmannaeyjum og er talið að þar sé verið að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Öflugir rafmagnskaplar liggja að gámunum.


Tengdar fréttir

Rannsaka þjófnað á 600 tölvum

Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.