Fólk má koma með eiturlyf inn á HM leikvanga í Rússlandi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:00 Velkomin til Rússlands. Vísir/Samsett mynd/Getty Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Fólk alls staðar af úr heiminum mun fjölmenna til Rússlands í sumar og styðja við bakið á sínum landsliðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar eru þar engin undantekning enda Ísland með í fyrsta sinn. Rússar í samvinnu við Alþjóðaknattspyrnusambandið setja mikinn kraft í öll öryggismál tengdum heimsmeistaramótinu og áhorfendur á leikjunum þurfa meðal annars að fara í gegnum ströng öryggishlið á leið sinni á völlinn. FIFA passar líka upp á að enginn komist upp með eitthvað miðabrask tengdum leikjunum á HM og þá aðstoða sérsambönd þátttökuþjóðanna með eftirlit með miðahöfum. Vegna alls þessa vekja nýjustu fréttir frá Rússlandi talsverða athygli en þær voru teknar upp í ólíkum erlendum miðlum eins og Sports Illustrated, Newsweek og Washington Times auk fjölda annarra miðla víðsvegar um heiminn.World Cup fans will be allowed to have marijuana, cocaine and heroin in stadiums this summer—if they jump through a few hoops https://t.co/X2zWAV8xWD — Sports Illustrated (@SInow) March 2, 2018 Samkvæmt frétt í rússnesku blöðunum Izvestia og The Moscow Times þá mega áhorfendur á leikjum HM í sumar nefnilega koma með eiturlyf inn á HM leikvangana í Rússlandi ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði. Í Rússlandi eru ákvæði sem leyfa fólki að koma með annars óleyfileg efni til landsins en aðeins ef ferðafólkið er með uppáskrift frá lækni og hún þarf þá að vera á rússnesku. Marijúana, kókaín og heróin eru meðal þeirra hundrað efna sem eru á listanum yfir efni sem ferðafólkið getur gefið upp ef það þarf samkvæmt læknisráði að hafa slík efni eða lyf meðferðis.The 2018 FIFA World Cup in Russia will allow fans to bring cocaine, heroin and cannabis into stadiums https://t.co/yu0JRoKp6e#cannabis#mmj#marijuana#Russia#FIFA#FIFAWorldCup#football#ThursdayThoughts — Cannabis Awareness UK (@CannabisAwareUK) March 1, 2018 Ef fólk kemst með eiturlyfin á annaðborð löglega inn til Rússland þá leyfir FIFA þeim síðan að koma með þau inn á leikvanganna. „Öryggisverðir munu fylgja eftir og viðurkenna reglurnar sem leyfa fólki með þartilgerð leyfi að koma með þessi lyf inn á vellina,“ segir í yfirlýsingu frá skipulagsnefnd HM til The Moscow Times. Það fylgir þó sögunni að efnin þurfa að vera í upprunanlegu pakkingunum og á umræddum pakkningum útskýringar á rússnesku eða ensku. Það er þó ekki líklegt að fólkið megi nota þessi efni á leikvöngunum takist þeim á annaðborð að koma efnunum inn. Reglur FIFA gefa öryggisvörðum fyrirmæli um að fjarlægja þá áhorfendur sem skapa hættu vegna neyslu á áfengi eða eiturlyfjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira