„Við höfum ekki sérþekkingu á vopnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2018 13:45 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, kom á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis í morgun og svaraði spurningum varðandi vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta til Sádi-Arabíu. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugvélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samgöngustofa veitir fyrirtækjum leyfi til þess að flytja vopn en ákveðin vopn er óheimilt að flytja samkvæmt alþjóðasamningum, til dæmis klasasprengjur og ákveðnar tegundir af jarðsprengjum. Aðspurður að fundi loknum hvort að Samgöngustofa hefði gert einhverja tilraun til þess að ganga úr skugga um hvar vopnin myndu enda að lokum sagði Þórólfur að slíkt væru hreinar getgátur. „Það væru náttúrulega hreinar getgátur. Upprunalandið er klárt, lokalandið er klárt, við vinnum samkvæmt stöðlum frá Flugöryggsisstofnun Evrópu sem gefur út reglulega lista um átakasvæði. Við höfum farið eftir því öllu en Sádi Arabía er ekki skilgreint sem átakasvæði. [...] En við höfum ekki sérþekkingu á vopnum eða vopnategundum. Við erum fyrst og fremst að hugsa um flugöryggi, það er öryggi þeirra sem flytja vöruna, farartækisins, flugvallarins, flugleiðsögunnar þannig að við erum að gæta alveg ítrustu flugöryggiskrafna og erum reglulega undir úttektum Flugöryggisstofnunar Evrópu varðandi þessi mál eins og öll önnur.“Allt gert samkvæmt reglum og heimildum Hann var þá spurður að því hvers vegna ekki hefði verið haft samráð við ráðuneytið varðandi undanþágur og svaraði hann því til að Samgöngustofa hefði eftir bestu getu fylgt verklagi sem hafði verið þróað fyrir þrettán árum síðan. „Ég taldi mig ekki umboðinn til þess að taka ábyrgð á pólitískri stefnumörkun íslenska ríkisins. Utanríkisráðuneytið og samgönguráðuneytið hafa vitað af þessari starfsemi Atlanta og í sjálfu sér ekkert annað en allt uppi á borðinu. Utanríkisráðuneytið staðfestir það að allt var gert samkvæmt reglum og heimildum og hafði ekki ástæðu til að grípa inn í nema núna, með átakasvæðum nálægt Sádi-Arabíu, þá beri utanríkisráðuneytinu að hafna þessum undanþágum og ég fagna því,“ sagði Þórólfur. Þá kom jafnframt fram í máli Þórólfs að nýjustu beiðni íslensk flugfélags hefði verið hafnað af utanríkisráðuneytinu á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Átti að flytja vopnin til Sádi-Arabíu. Þá barst í október beiðni um að flytja táragas til Venesúela en þeirri beiðni var hafnað. Í minnisblaði frá Samgöngustofu vegna vopnaflutninganna segir að engin tilmæli hafi borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum landshlutum, enda sé það ekki hlutverk stofnunarinnar að leggja slíkt pólitískt mat. „Air Atlanta hefur starfað í Saudi-Arabíu í áratugi og sinnt flutningum á fólki og farmi án þess að athugasemdir hafi verið gerðar eða leiðbeiningar umfram reglugerð borist. Sé horft til annarra Norðurlanda sést að t.d. stjórnvöld í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafa undanfarið litið til endurskoðunar á sínum reglum um útflutning á hernaðargögnum til ríkja eins Saudi Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Yemen,“ segir í minnisblaði Samgöngustofu.Ítarlegt viðtal við Þórólf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 17:45: Eftirfarandi leiðrétting barst frá Samgöngustofu vegna viðtalsins við Þórólf Árnason: Í kjölfar nefndafunda Alþingis í morgun kom fram í viðtali við forstjóra Samgöngustofu að hann teldi víst að samgönguráðuneyti og utanríkisráðuneyti hafi verið kunnugt um flutninga Air Atlanta með hergögn. Of sterkt var að orði kveðið því hin síðustu ár hefur ráðuneytunum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda með formlegum hætti. Er þessari leiðréttingu komið á framfæri hér með. Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, kom á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis í morgun og svaraði spurningum varðandi vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta til Sádi-Arabíu. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugvélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samgöngustofa veitir fyrirtækjum leyfi til þess að flytja vopn en ákveðin vopn er óheimilt að flytja samkvæmt alþjóðasamningum, til dæmis klasasprengjur og ákveðnar tegundir af jarðsprengjum. Aðspurður að fundi loknum hvort að Samgöngustofa hefði gert einhverja tilraun til þess að ganga úr skugga um hvar vopnin myndu enda að lokum sagði Þórólfur að slíkt væru hreinar getgátur. „Það væru náttúrulega hreinar getgátur. Upprunalandið er klárt, lokalandið er klárt, við vinnum samkvæmt stöðlum frá Flugöryggsisstofnun Evrópu sem gefur út reglulega lista um átakasvæði. Við höfum farið eftir því öllu en Sádi Arabía er ekki skilgreint sem átakasvæði. [...] En við höfum ekki sérþekkingu á vopnum eða vopnategundum. Við erum fyrst og fremst að hugsa um flugöryggi, það er öryggi þeirra sem flytja vöruna, farartækisins, flugvallarins, flugleiðsögunnar þannig að við erum að gæta alveg ítrustu flugöryggiskrafna og erum reglulega undir úttektum Flugöryggisstofnunar Evrópu varðandi þessi mál eins og öll önnur.“Allt gert samkvæmt reglum og heimildum Hann var þá spurður að því hvers vegna ekki hefði verið haft samráð við ráðuneytið varðandi undanþágur og svaraði hann því til að Samgöngustofa hefði eftir bestu getu fylgt verklagi sem hafði verið þróað fyrir þrettán árum síðan. „Ég taldi mig ekki umboðinn til þess að taka ábyrgð á pólitískri stefnumörkun íslenska ríkisins. Utanríkisráðuneytið og samgönguráðuneytið hafa vitað af þessari starfsemi Atlanta og í sjálfu sér ekkert annað en allt uppi á borðinu. Utanríkisráðuneytið staðfestir það að allt var gert samkvæmt reglum og heimildum og hafði ekki ástæðu til að grípa inn í nema núna, með átakasvæðum nálægt Sádi-Arabíu, þá beri utanríkisráðuneytinu að hafna þessum undanþágum og ég fagna því,“ sagði Þórólfur. Þá kom jafnframt fram í máli Þórólfs að nýjustu beiðni íslensk flugfélags hefði verið hafnað af utanríkisráðuneytinu á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Átti að flytja vopnin til Sádi-Arabíu. Þá barst í október beiðni um að flytja táragas til Venesúela en þeirri beiðni var hafnað. Í minnisblaði frá Samgöngustofu vegna vopnaflutninganna segir að engin tilmæli hafi borist Samgöngustofu um sérstaka skoðun á þróun eða ástandi í tilteknum landshlutum, enda sé það ekki hlutverk stofnunarinnar að leggja slíkt pólitískt mat. „Air Atlanta hefur starfað í Saudi-Arabíu í áratugi og sinnt flutningum á fólki og farmi án þess að athugasemdir hafi verið gerðar eða leiðbeiningar umfram reglugerð borist. Sé horft til annarra Norðurlanda sést að t.d. stjórnvöld í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafa undanfarið litið til endurskoðunar á sínum reglum um útflutning á hernaðargögnum til ríkja eins Saudi Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Yemen,“ segir í minnisblaði Samgöngustofu.Ítarlegt viðtal við Þórólf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 17:45: Eftirfarandi leiðrétting barst frá Samgöngustofu vegna viðtalsins við Þórólf Árnason: Í kjölfar nefndafunda Alþingis í morgun kom fram í viðtali við forstjóra Samgöngustofu að hann teldi víst að samgönguráðuneyti og utanríkisráðuneyti hafi verið kunnugt um flutninga Air Atlanta með hergögn. Of sterkt var að orði kveðið því hin síðustu ár hefur ráðuneytunum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda með formlegum hætti. Er þessari leiðréttingu komið á framfæri hér með.
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00