Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 19:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga." Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga."
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira