Hefur áhyggjur af gæðum kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 14:00 Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur einnig starfað við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík. Vísir/Pjetur Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, segir háskólakerfið á Íslandi ekki nógu stórt til að halda úti marga háskóla og að ekki sé nægilega mikið af fræðimönnum. Hermundur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Hvernig stendur á því að við erum með svona marga skóla? Fyrir þá sem koma frá stærri þjóðfélögum lítur þetta mjög sérkennilega út og ég velti fyrir mér hvort við höfum nógu mikið af fræðimönnum til að vinna við alla þessa háskóla og hvort við getum boðið upp á sama nám í þeim öllum. Svarið mitt er nei. Háskólakerfið er ekki nógu stórt og við höfum ekki nægilega marga fræðimenn í þetta,“ segir Hermundur. Þá segir hann það að hafa góða fræðimenn sé algjört lykilatriði. „Ég hef áhyggjur af gæði þeirrar kennslu sem við erum að bjóða upp á og gæði rannsókna. Ætlum við að halda áfram að hafa sér íslenskt matskerfi á ráðningu á starfsfólki og hvernig framgangur er metinn eða ætlum við að skoða hvernig þetta er gert í öðrum löndum í kringum okkur?,“ spyr hann. „Hérna sér maður prófessora sem hafa aldrei skrifað vísindagrein í alþjóðlegt tímarit. Það myndi ekki þekkjast á Norðurlöndunum að fólk fái að starfa sem prófessor án þess að hafa gert eina alþjóðlega vísindagrein. Þetta er mjög sérstakt kerfi.“ Hann bendir á að hann vinni við 39.000 manna háskóla og þrátt fyrir að Háskólinn í Álasundi sé talsvert langt frá Þrándheimi hafi hann hafið samstarf til að efla gæði námsins. „Samkeppni má aldrei koma niður á gæðum og ég held að það væri heppilegt að hafa einn til tvo sterka háskóla hér á landi,“ segir hann. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, segir háskólakerfið á Íslandi ekki nógu stórt til að halda úti marga háskóla og að ekki sé nægilega mikið af fræðimönnum. Hermundur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Hvernig stendur á því að við erum með svona marga skóla? Fyrir þá sem koma frá stærri þjóðfélögum lítur þetta mjög sérkennilega út og ég velti fyrir mér hvort við höfum nógu mikið af fræðimönnum til að vinna við alla þessa háskóla og hvort við getum boðið upp á sama nám í þeim öllum. Svarið mitt er nei. Háskólakerfið er ekki nógu stórt og við höfum ekki nægilega marga fræðimenn í þetta,“ segir Hermundur. Þá segir hann það að hafa góða fræðimenn sé algjört lykilatriði. „Ég hef áhyggjur af gæði þeirrar kennslu sem við erum að bjóða upp á og gæði rannsókna. Ætlum við að halda áfram að hafa sér íslenskt matskerfi á ráðningu á starfsfólki og hvernig framgangur er metinn eða ætlum við að skoða hvernig þetta er gert í öðrum löndum í kringum okkur?,“ spyr hann. „Hérna sér maður prófessora sem hafa aldrei skrifað vísindagrein í alþjóðlegt tímarit. Það myndi ekki þekkjast á Norðurlöndunum að fólk fái að starfa sem prófessor án þess að hafa gert eina alþjóðlega vísindagrein. Þetta er mjög sérstakt kerfi.“ Hann bendir á að hann vinni við 39.000 manna háskóla og þrátt fyrir að Háskólinn í Álasundi sé talsvert langt frá Þrándheimi hafi hann hafið samstarf til að efla gæði námsins. „Samkeppni má aldrei koma niður á gæðum og ég held að það væri heppilegt að hafa einn til tvo sterka háskóla hér á landi,“ segir hann.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira