Mourinho mætir á HM og fær 139 milljónir fyrir fimm daga vinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 12:00 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira