Eina sem beið sérsveitarinnar á Ægisíðu var sofandi maður Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:46 Frá aðgerðum sérsveitarinnar á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill „Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
„Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
Tengdar fréttir Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29 Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04