Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:01 Sérsveitin fór inn í hús við Ægisíðu á ellefta tímanum í morgun og var einn maður leiddur út í járnum. vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi. Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi.
Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04