Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:01 Sérsveitin fór inn í hús við Ægisíðu á ellefta tímanum í morgun og var einn maður leiddur út í járnum. vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi. Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi.
Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04