Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 20:45 Meðlimir Atomwaffe Division í æfingabúðum í Nevada. Þrír ungir menn sem hafa verið ákærðir vegna fimm morða í þremur ríkjum Bandaríkjanna frá því í síðasta maí hafa vakið mikla athygli á leynilegum samtökum ungra nýnasista. Öll málin tengjast alræmdu nýnasistasamtökunum Atomwaffe Division. Umrædd samtök þykja mög leynileg en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. Þrátt fyrir að meðlimir samtakanna séu ekki taldir vera fleiri en hundrað og flestir í Texas og Flórída hefur nafnið Atomwaffe vakið sífellt meiri athygli á undanförnum mánuðum. Það er aðallega vegna áðurnefndra morða og vegna kalla sérfræðinga um að taka eigi samtökin alvarlega.Morð vekja athygli Í maí myrti táningur í Flórída tvö herbergisfélaga sína fyrir að vanvirða trú sína eftir að hann hafði nýverið tekið upp íslamstrú. Handtaka hans leiddi í ljós að fjórði herbergisfélaginn var að búa til sprengjur á heimili þeirra. Hann heitir Brandon Russel og sagði lögregluþjónum að hann væri meðlimur Atomwaffen. Samkvæmt New York Times kom í ljós að hann hefði verið einn af stofnendum samtakanna og var hann dæmdur í fimm ára fangelsi.Skömmu fyrir jólin myrti hinn sautján ára gamli Nicholas Giampa foreldra kærustu sinnar eftir að þau bentu yfirvöldum á öfgafulla hegðun hans og hatur gagnvart, meðal annars, gyðingum og hinsegin fólki og reyndu að koma í veg fyrir að hann hitti dóttur þeirra. Giampa laumaðist inn á heimili þeirra og skaut þau til bana, áður en hann reyndi að skjóta sig til bana. Hann hafði orðið fyrir áhrifum Atomwaffen Division en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið meðlimur samtakanna.Þriðja morðið átti sér stað í Kaliforníu í Janúar þegar Samuel Woodward stakk fyrrverandi skólafélaga sinn minnst tuttugu sinnum. Fórnarlambið, Blaze Bernstein var gyðingur og samkynhneigður og höfðu þeir hist í almenningsgarði þar sem Woodward gróf lík Bernstein. Samkvæmt umfjöllun ProPublica, sem hafa rannsakað Atomwaffe, var Woodward meðlimur samtakanna. Aðrir meðlimir fögnuðu morði hans og lýstu yfir stuðningi við Woodward. Það eina sem þeir höfðu áhyggjur af, samkvæmt samtali meðlima á netinu sem ProPublica kom höndum yfir, var að handtaka Woodward myndi svipta hulunni af samtökunum.Í samtölum sínum fögnuðu meðlimir AWD morði Woodward í fyrstu en fóru skjótt að ræða það hvernig það hefði lekið að hann væri meðlimur. Ræddu þeir sín á milli hvernig þeir myndu bregðast við og refsa „rottunni“. Öllum meðlimur er meinað að ræða samtökin við utanaðkomandi aðila og meta þeir leynd sína mikils.Hafa rætt skæruhernað ProPublica segir AWD vera mynduð af allt að tuttugu smærri hópum víða um Bandaríkin. Meðlimi sé að finna í minnst 23 ríkjum. Þeir birti mikið af áróðursefni á samfélagsmiðlum og dreifi einnig áróðri á háskólalóðum. Eftirlitsaðilar, sem fylgst hafa með AWD, hafa að undanförnu reynt að vekja athygli á samtökunum og þeirri ógn sem stafar af þeim. Meðal þess sem þeir hafa rætt er að gera sprengjuárásir á vatnsveitur og rafmagnskerfi í Bandaríkjunum. Þeir hafa í raun rætt skæruhernað í Bandaríkjunum sín á milli og hvernig best væri að framkvæma slíkan hernað. Meðlimir AWD eru taldir vera verulega ungir en ProPublica segir samtökin leidd af hinum 24 ára gamla John Cameron Denton. Einn sérfræðingur sem ræddi við ProPublica segist ekki hafa séð neitt sambærilegt í langan tíma. „Það ætti að taka þá alvarlega vegna þess hve öfgafullir þeir eru,“ sagði Keegan Hankes. Annar sérfræðingur sagði að allt tal þeirra um að fella ríkisstjórn Bandaríkjanna væru draumórar. Hópar eins og AWD innihéldu oftast nokkra menn sem væru tilbúnir til að fremja glæpi og fjölda manna sem væru ekki tilbúnir til að gera lítið annað en að lesa og dreifa áróðri. „Það er erfitt að fara frá því að ræða ofbeldi og að horfa í augun á manni og myrða hann,“ sagði Jeffrey Kaplan. NPR bendir þó á að þrátt fyrir að íslamistar fái hvað mesta athygli fjölmiðla hafi hægri sinnaðir öfgamenn framið svipaðan fjölda morða í Bandaríkjunum og íslamistar frá árinu 2001.Hata vegna eigin óöryggisEftir samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra, þar sem meðlimir AWD voru, fjölgaði meðlimum samtakanna. Sérfræðingar segja að yfir heildina litið hafi meðlimum nasistasamtaka fjölgað verulega og að mikill hugur sé í þeim. Þeir vilji koma sér í sviðsljósið. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, neitaði að tjá sig um fyrirspurn New York Times um hvort að AWD væri til rannsóknar. Fyrrverandi starfsmaður stofnunarinnar, Danny Coulson, sagði blaðamönnum NYT þó að FBI ætti erfitt með að bregðast við samtökum sem þessum án þess að glæpur hafi verið framinn.Það breytist þó þegar minnst einn meðlimur hefur verið sakaður um morð eða annars konar ofbeldi. Þá geti FBI fengið heimildir til að hlera meðlimi og jafnvel til að koma uppljóstrurum í raðir þeirra. Coulson sagði það hafa reynst auðvelt í gegnum tíðina því meðlimir samtaka sem AWD væru iðulega „ófullnægjandi“ aðilar sem hefðu valið að hata vegna eigin óöryggis. Hann bætti við að þeim tækist aldrei að framkvæma neitt. Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Þrír ungir menn sem hafa verið ákærðir vegna fimm morða í þremur ríkjum Bandaríkjanna frá því í síðasta maí hafa vakið mikla athygli á leynilegum samtökum ungra nýnasista. Öll málin tengjast alræmdu nýnasistasamtökunum Atomwaffe Division. Umrædd samtök þykja mög leynileg en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. Þrátt fyrir að meðlimir samtakanna séu ekki taldir vera fleiri en hundrað og flestir í Texas og Flórída hefur nafnið Atomwaffe vakið sífellt meiri athygli á undanförnum mánuðum. Það er aðallega vegna áðurnefndra morða og vegna kalla sérfræðinga um að taka eigi samtökin alvarlega.Morð vekja athygli Í maí myrti táningur í Flórída tvö herbergisfélaga sína fyrir að vanvirða trú sína eftir að hann hafði nýverið tekið upp íslamstrú. Handtaka hans leiddi í ljós að fjórði herbergisfélaginn var að búa til sprengjur á heimili þeirra. Hann heitir Brandon Russel og sagði lögregluþjónum að hann væri meðlimur Atomwaffen. Samkvæmt New York Times kom í ljós að hann hefði verið einn af stofnendum samtakanna og var hann dæmdur í fimm ára fangelsi.Skömmu fyrir jólin myrti hinn sautján ára gamli Nicholas Giampa foreldra kærustu sinnar eftir að þau bentu yfirvöldum á öfgafulla hegðun hans og hatur gagnvart, meðal annars, gyðingum og hinsegin fólki og reyndu að koma í veg fyrir að hann hitti dóttur þeirra. Giampa laumaðist inn á heimili þeirra og skaut þau til bana, áður en hann reyndi að skjóta sig til bana. Hann hafði orðið fyrir áhrifum Atomwaffen Division en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið meðlimur samtakanna.Þriðja morðið átti sér stað í Kaliforníu í Janúar þegar Samuel Woodward stakk fyrrverandi skólafélaga sinn minnst tuttugu sinnum. Fórnarlambið, Blaze Bernstein var gyðingur og samkynhneigður og höfðu þeir hist í almenningsgarði þar sem Woodward gróf lík Bernstein. Samkvæmt umfjöllun ProPublica, sem hafa rannsakað Atomwaffe, var Woodward meðlimur samtakanna. Aðrir meðlimir fögnuðu morði hans og lýstu yfir stuðningi við Woodward. Það eina sem þeir höfðu áhyggjur af, samkvæmt samtali meðlima á netinu sem ProPublica kom höndum yfir, var að handtaka Woodward myndi svipta hulunni af samtökunum.Í samtölum sínum fögnuðu meðlimir AWD morði Woodward í fyrstu en fóru skjótt að ræða það hvernig það hefði lekið að hann væri meðlimur. Ræddu þeir sín á milli hvernig þeir myndu bregðast við og refsa „rottunni“. Öllum meðlimur er meinað að ræða samtökin við utanaðkomandi aðila og meta þeir leynd sína mikils.Hafa rætt skæruhernað ProPublica segir AWD vera mynduð af allt að tuttugu smærri hópum víða um Bandaríkin. Meðlimi sé að finna í minnst 23 ríkjum. Þeir birti mikið af áróðursefni á samfélagsmiðlum og dreifi einnig áróðri á háskólalóðum. Eftirlitsaðilar, sem fylgst hafa með AWD, hafa að undanförnu reynt að vekja athygli á samtökunum og þeirri ógn sem stafar af þeim. Meðal þess sem þeir hafa rætt er að gera sprengjuárásir á vatnsveitur og rafmagnskerfi í Bandaríkjunum. Þeir hafa í raun rætt skæruhernað í Bandaríkjunum sín á milli og hvernig best væri að framkvæma slíkan hernað. Meðlimir AWD eru taldir vera verulega ungir en ProPublica segir samtökin leidd af hinum 24 ára gamla John Cameron Denton. Einn sérfræðingur sem ræddi við ProPublica segist ekki hafa séð neitt sambærilegt í langan tíma. „Það ætti að taka þá alvarlega vegna þess hve öfgafullir þeir eru,“ sagði Keegan Hankes. Annar sérfræðingur sagði að allt tal þeirra um að fella ríkisstjórn Bandaríkjanna væru draumórar. Hópar eins og AWD innihéldu oftast nokkra menn sem væru tilbúnir til að fremja glæpi og fjölda manna sem væru ekki tilbúnir til að gera lítið annað en að lesa og dreifa áróðri. „Það er erfitt að fara frá því að ræða ofbeldi og að horfa í augun á manni og myrða hann,“ sagði Jeffrey Kaplan. NPR bendir þó á að þrátt fyrir að íslamistar fái hvað mesta athygli fjölmiðla hafi hægri sinnaðir öfgamenn framið svipaðan fjölda morða í Bandaríkjunum og íslamistar frá árinu 2001.Hata vegna eigin óöryggisEftir samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra, þar sem meðlimir AWD voru, fjölgaði meðlimum samtakanna. Sérfræðingar segja að yfir heildina litið hafi meðlimum nasistasamtaka fjölgað verulega og að mikill hugur sé í þeim. Þeir vilji koma sér í sviðsljósið. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, neitaði að tjá sig um fyrirspurn New York Times um hvort að AWD væri til rannsóknar. Fyrrverandi starfsmaður stofnunarinnar, Danny Coulson, sagði blaðamönnum NYT þó að FBI ætti erfitt með að bregðast við samtökum sem þessum án þess að glæpur hafi verið framinn.Það breytist þó þegar minnst einn meðlimur hefur verið sakaður um morð eða annars konar ofbeldi. Þá geti FBI fengið heimildir til að hlera meðlimi og jafnvel til að koma uppljóstrurum í raðir þeirra. Coulson sagði það hafa reynst auðvelt í gegnum tíðina því meðlimir samtaka sem AWD væru iðulega „ófullnægjandi“ aðilar sem hefðu valið að hata vegna eigin óöryggis. Hann bætti við að þeim tækist aldrei að framkvæma neitt.
Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira