Sjúklingar flýja biðlista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. mars 2018 08:00 Sjúklingum sem flýja biðlista fer fjölgandi milli ára. NordicPhotos/GettyImages Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent