Innlent

Parið sem lést var frá Hollandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá slysstað í gær
Frá slysstað í gær Vísir/Magnús Hlynur
Parið sem lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiðarvegi í gær var frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að þau hafi ekið bíl sínum, lítilli sendiferðabifreið, til vesturs frá Laugarvatni.

Svo virðist sem að bílnum hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming þar sem hann hann lenti framan á vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átti.

Aðstæður á vettvangi til aksturs voru góðar, vegurinn auður og þurr og bjart í veðri en að sögn lögreglu er beðið niðurstöðu krufningar auk þess sem unnið er að rannsókn ökutækjanna, athugun á ætluðum ökuhraða þeirra og úrvinnslu gagna sem aflað var á vettvangi slyssins.

Lögreglan naut aðstoðar hollenskra yfirvalda við að upplýsa aðstandendur hinna látnu um slysið.


Tengdar fréttir

Banaslys á Lyngdalsheiði

Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×