25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. mars 2018 14:31 Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð. Vísir/AFP Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018 Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018
Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00