Innlent

WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
WOW-þota á Keflavíkurflugvelli.
WOW-þota á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Vilhelm
WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.

Í tilkynningu frá WOW eru farþegar sem eiga bókað far með flugfélaginu á morgun beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum og tölvupóstum frá flugfélaginu fram að brottför.

Er farþegum sem bókað eiga flug á miðvikudagsmorgun ráðlagt að mæta snemma á Keflavíkurflugvöll þar sem flug munu taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað.

Öllum farþegum mun einnig berast tilkynning varðandi nýja brottfarartíma en innritun í flug opnar klukkan þrjú í nótt fyrir allar morgunbrottfarir.

Þá segir einnig í tilkynningunni að farþegar sem eigi bókað flug á morgun sé heimilt að gera eina breytingu á bókun sinni og velja sér annan brottfarardag.

Uppfært klukkan 17:17:Í tilkynningu WOW air var ranglega hermt að innritun hæfist á miðnætti en hið rétta er að hún hefst klukkan þrjú í nótt. Þetta hefur nú verið leiðrétt.


Tengdar fréttir

Næsti hvellur á miðvikudag

Samkvæmt nýjustu spákortum Veðurstofunnar virðist næsta lægð ganga yfir landið á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×