Næsti hvellur á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 07:02 Það mun blása á miðvikudag. VÍSIR/ANTON BRINK Samkvæmt nýjustu spákortum Veðurstofunnar virðist næsta lægð ganga yfir landið á miðvikudag. Henni mun að öllum líkindum fylgja talsverð rigning á sunnanverðu landinu og mun ganga í storm eða rok. Þess vegna eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið á miðvikudag. Spár gera ráð fyrir að um snarpan hvell sé að ræða og stendur versta veðrið yfir í 4-5 klukkustundir á hverjum stað. Veðurhæðin virðist þó vera heldur minni en í eldri líkanakeyrslum, að sögn veðurfræðings. „Það er þó ennþá nokkuð langt í miðvikudag og spár verða nákvæmari og óvissa minni þegar að nær dregur,“ bætir hann við.Léttir til á Norðurlandi Í um 650 kílómetra suðvestur af Reykjanestá er 965 mb lægð og eru skil frá henni að ganga yfir allt landið þessa stundina. Eftir skilin verður hægari sunnanátt í skamman tíma, en hvessir svo aftur upp í sunnan 13 til 18 m/s, sunnanáttin verður allsráðandi síðdegis. Það rignir víða á láglendi, einkum um landið sunnanvert en léttir til um landið norðanvert er líður á daginn og rigningin verður að skúrum sunnan- og vestantil. Hitinn verður á bilinu 2 til 8 stig. Suðvestlægari vindur í nótt og veður fer kólnandi, slydduél í nótt en él á morgun og bjartviðri um landið austanvert.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands. Vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnan storm, en mögulega rok eða ofsaveður vestantil á landinu. Snjókoma, slydda eða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig á láglendi uppúr hádegi. Lægir seinnipartinn, fyrst vestast. Suðvestan 8-15 um kvöldið, él og kólnandi veður, en áfram hvasst og rigning eða slydda austast.Á fimmtudag:Suðvestan 13-18 og él, en heludr hægari og léttskýjað norðaustantil. Frost um land allt.Á föstudag:Sunnan stormur eða rok með talsverðri rigningu eða slyddu en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Suðvestan átt og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Suðlæg átt og rigning um austanvert landið en þurrt vestantil. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Samkvæmt nýjustu spákortum Veðurstofunnar virðist næsta lægð ganga yfir landið á miðvikudag. Henni mun að öllum líkindum fylgja talsverð rigning á sunnanverðu landinu og mun ganga í storm eða rok. Þess vegna eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið á miðvikudag. Spár gera ráð fyrir að um snarpan hvell sé að ræða og stendur versta veðrið yfir í 4-5 klukkustundir á hverjum stað. Veðurhæðin virðist þó vera heldur minni en í eldri líkanakeyrslum, að sögn veðurfræðings. „Það er þó ennþá nokkuð langt í miðvikudag og spár verða nákvæmari og óvissa minni þegar að nær dregur,“ bætir hann við.Léttir til á Norðurlandi Í um 650 kílómetra suðvestur af Reykjanestá er 965 mb lægð og eru skil frá henni að ganga yfir allt landið þessa stundina. Eftir skilin verður hægari sunnanátt í skamman tíma, en hvessir svo aftur upp í sunnan 13 til 18 m/s, sunnanáttin verður allsráðandi síðdegis. Það rignir víða á láglendi, einkum um landið sunnanvert en léttir til um landið norðanvert er líður á daginn og rigningin verður að skúrum sunnan- og vestantil. Hitinn verður á bilinu 2 til 8 stig. Suðvestlægari vindur í nótt og veður fer kólnandi, slydduél í nótt en él á morgun og bjartviðri um landið austanvert.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands. Vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnan storm, en mögulega rok eða ofsaveður vestantil á landinu. Snjókoma, slydda eða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig á láglendi uppúr hádegi. Lægir seinnipartinn, fyrst vestast. Suðvestan 8-15 um kvöldið, él og kólnandi veður, en áfram hvasst og rigning eða slydda austast.Á fimmtudag:Suðvestan 13-18 og él, en heludr hægari og léttskýjað norðaustantil. Frost um land allt.Á föstudag:Sunnan stormur eða rok með talsverðri rigningu eða slyddu en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Suðvestan átt og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Suðlæg átt og rigning um austanvert landið en þurrt vestantil. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira