Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 16:23 Fyrir liggur að Ingvar Vigur (efri mynd til hægri) er frambjóðandi núverandi stjórnar og skrifstofunnar en Sólveig Anna ekki. Það er eitt en Gísli (neðri mynd til vinstri) vill meina að verið sé að mismuna B-lista Sólveigar. Sigurður Bessason (neðri mynd til hægri) lætur af formennsku í Eflingu eftir átján ára starf. Vísir Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26
„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00