„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi. Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi.
Kjaramál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira