Óskar Hrafn: Leiðinlegur Mourinho er að eyðileggja Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:00 Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30
Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47