Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Hersir Aron Ólafsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 20:00 Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“ Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?