Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Hersir Aron Ólafsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 20:00 Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira