Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Hersir Aron Ólafsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 20:00 Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“ Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. Brottvísuninni verður ekki frestað þrátt fyrir að mál stúlkunnar sé nú fyrir dómstólum. Lögmaður segir yfirvöld taka fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Nú hefur dvalarleyfisumsókn þeirra hins vegar verið hafnað og verður þeim vísað aftur úr landi innan fimmtán daga. „Það er ekki valkostur fyrir okkur. Við eigum okkar líf hérna, barnið okkar er hérna. Hún á betra líf hérna,“ segir Nazife.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. „Það er að sjálfsögðu réttaróvissa uppi og það er spurning hvort að þessi ákvörðun sé í rauninni að grípa fram fyrir hönd löggjafans,“ segir Claudie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Snýr að því hvað sé barninu fyrir bestu Claudie telur þó ekki aðeins gripið fram fyrir hendur löggjafans með ákvörðun um brottvísun, heldur einnig dómstóla. Þannig er líklegt að þegar dómur fellur í máli Ernu litlu verði fjölskyldan þegar farin af landi brott. Fari svo er líklegt að málinu verði vísað frá, enda telst Erna þá ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins, en í skriflegu er vísað til ákvæðis 104. greinar þar sem segir að höfðun dómsmáls fresti að jafnaði ekki réttaráhrifum ákvörðunar. „Þetta náttúrulega snýr að því hvað er barninu fyrir bestu. Hvort þetta barn hafi líka rétt á því að fá úrlausn dómstóla um sín mál," segir Claudie. Nazife kveðst einfaldlega ekki skilja hvers vegna þau þurfi að yfirgefa landið, enda geti þau staðið á eigin fótum og unnið samfélaginu gagn. „Við getum séð um okkur sjálf. Af hverju ættum við að fara þegar við eigum okkar líf hérna?“
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira