Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Handritshöfundar eiga engan fulltrúa í sjóðnum. VÍSIR/ANTON BRINK Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira