Grét stanslaust í fangelsi í Brasilíu Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2018 14:00 Saga Birgittu var sögð í þættnum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo kemur hann inn á hótelherbergi með tvær stórar ferðatöskur og ég horfi á hann og spyr hvað þetta sé,“ segir Birgitta Gyða Estherardóttur Bjarnadóttur í þættinum Burðardýr sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu árið 2015. Birgitta var handtekin í Fortaleza ásamt kærasta sínum Hlyni Kristni Rúnarssyni en parið var handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra og í kjölfarið fundust í fórum þeirra um fjögur kíló af kókaíni. Efnin voru falin í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Fylgst var með því þegar móðir Birgittu ferðist til Brasilíu til að styðja hana í tengslum við upptöku á þættinum sjálfum. Birgitta segist alltaf hafa haldið að hún yrði ekkert tengd smyglinu sjálfu og hafi aðeins átt að koma með út til Brasilíu. Það hafi ekki staðist. „Ég vissi ekkert að þetta yrði svona og vildi alls ekki labba með þessar töskur í gegnum flugvöllinn. Hann [Hlynur Kristinn Rúnarsson] sagði að þetta væri það gert að þetta myndi alltaf komast í gegnum flugvöllinn og alveg skothelt plan.“ Birgitta segir að þau hafi átt flug heim kvöldið 26.desember 2015. Ein taska hafi dottið á gólfið og brotnað. Hættu við „Við þurfum þá að taka öll efnin út úr þeirri tösku og troða í smokka sem voru á hótelinu. Þarna var ég algjörlega farinn að panika, grét og öskraði inni á herberginu. Við ætlum bara að hætta við þetta allt saman og förum upp á flugvöll til að breyta fluginu. Í öllum þessum æsingi gleymum við brotnu töskunni á herberginu og brunum upp á flugvöll,“ segir Birgitta. Parið missti af fluginu og var ekki hægt að breyta ferðaáætlun þeirra. Í kjölfarið fóru þau upp á annað hótel en aðeins liðu um tíu mínútur eftir að þau hefði innritað sig þar inn, þangað til að lögreglan sparkar upp hurðinni og þau voru handtekin með fjögur kíló af kókaíni. „Ég grét bara, svaf og svaf og vissi ekkert hvernig tímanum leið. Ég vissi bara hvaða dagur var þegar ég heyrði í öllum flugeldinum á gamlárskvöld,“ segir Birgitta en hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Birgitta sat inni í eitt ár og 25 daga. Eftir að henni var sleppt þurfti hún að bíða eftir vegabréfi sínu í 11 mánuði og 28 daga. Fíkn Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Breyta þarf mansalsákvæði hegningarlaganna til að tryggja burðardýrum betri lagavernd segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mál burðardýra oft skoðuð sem mansalsmál. 21. febrúar 2018 08:00 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
„Svo kemur hann inn á hótelherbergi með tvær stórar ferðatöskur og ég horfi á hann og spyr hvað þetta sé,“ segir Birgitta Gyða Estherardóttur Bjarnadóttur í þættinum Burðardýr sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu árið 2015. Birgitta var handtekin í Fortaleza ásamt kærasta sínum Hlyni Kristni Rúnarssyni en parið var handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra og í kjölfarið fundust í fórum þeirra um fjögur kíló af kókaíni. Efnin voru falin í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Fylgst var með því þegar móðir Birgittu ferðist til Brasilíu til að styðja hana í tengslum við upptöku á þættinum sjálfum. Birgitta segist alltaf hafa haldið að hún yrði ekkert tengd smyglinu sjálfu og hafi aðeins átt að koma með út til Brasilíu. Það hafi ekki staðist. „Ég vissi ekkert að þetta yrði svona og vildi alls ekki labba með þessar töskur í gegnum flugvöllinn. Hann [Hlynur Kristinn Rúnarsson] sagði að þetta væri það gert að þetta myndi alltaf komast í gegnum flugvöllinn og alveg skothelt plan.“ Birgitta segir að þau hafi átt flug heim kvöldið 26.desember 2015. Ein taska hafi dottið á gólfið og brotnað. Hættu við „Við þurfum þá að taka öll efnin út úr þeirri tösku og troða í smokka sem voru á hótelinu. Þarna var ég algjörlega farinn að panika, grét og öskraði inni á herberginu. Við ætlum bara að hætta við þetta allt saman og förum upp á flugvöll til að breyta fluginu. Í öllum þessum æsingi gleymum við brotnu töskunni á herberginu og brunum upp á flugvöll,“ segir Birgitta. Parið missti af fluginu og var ekki hægt að breyta ferðaáætlun þeirra. Í kjölfarið fóru þau upp á annað hótel en aðeins liðu um tíu mínútur eftir að þau hefði innritað sig þar inn, þangað til að lögreglan sparkar upp hurðinni og þau voru handtekin með fjögur kíló af kókaíni. „Ég grét bara, svaf og svaf og vissi ekkert hvernig tímanum leið. Ég vissi bara hvaða dagur var þegar ég heyrði í öllum flugeldinum á gamlárskvöld,“ segir Birgitta en hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Birgitta sat inni í eitt ár og 25 daga. Eftir að henni var sleppt þurfti hún að bíða eftir vegabréfi sínu í 11 mánuði og 28 daga.
Fíkn Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Breyta þarf mansalsákvæði hegningarlaganna til að tryggja burðardýrum betri lagavernd segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mál burðardýra oft skoðuð sem mansalsmál. 21. febrúar 2018 08:00 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30
Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Breyta þarf mansalsákvæði hegningarlaganna til að tryggja burðardýrum betri lagavernd segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mál burðardýra oft skoðuð sem mansalsmál. 21. febrúar 2018 08:00
Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45
Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45
Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30