Lífið

Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kalli Bjarni bjó hjá ömmu sinni í fjórtán ár.
Kalli Bjarni bjó hjá ömmu sinni í fjórtán ár.
Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004.

Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli.

Þátturinn í gær vakti mikla athygli og þá sérstaklega stórbrotinn flutningur Kalla til ömmu sinnar.  Umrædd kona ól í raun Kalla Bjarna upp og hefur söngvarinn ávallt kallað hana ömmu sína.

„Þetta er kona sem er í raun ekkert skyld mér. Þetta er semsagt fósturmamma mannsins sem mamma mín var að dúlla sér með. Ég átti upphaflega að fara til hennar yfir sumartímann í þrjár vikur en það endaði í mjög blessunarlegum fjórtán árum,“ sagði Kalli Bjarni í þættinum í gær.

Konan hefur greinilega átt stóran hluta í hjarta Kalla, og fór hann í heimsókn til hennar á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundafirði í þættinum. Þar mátti greinilega sjá að konan er orðin háöldruð. Kalli Bjarni settist við píanóið og flutti finnska lagið Kesäpäivä Kangasalla eftir Gabriel Linsen og textinn eftir Zacharias Topelius.

Hér að neðan má sjá þetta fallega atriðið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×