Togstreita hamlar hagkvæmni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 07:11 Skýrsla ríkisendurskoðunar er svört en þar segir að fjármunir í heilbrigðiskerfinu nýtist illa sökum togstreitu stofnana VÍSIR/VILHELM Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24