Fótbolti

Mótmæltu mánudagsleikjum með því að mæta ekki á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var nóg af plássi fyrir áhorfendur á Signal Iduna Park í gær.
Það var nóg af plássi fyrir áhorfendur á Signal Iduna Park í gær. vísir/getty

Þýskir knattspyrnuáhugamenn láta ekki bjóða sér hvað sem er og þeir kunna svo sannarlega að sýna hug sinn í verki þegar þeir verða ósáttir.

Knattspyrnuleikir á mánudagskvöldum er Þjóðverjum ekki að skapi. Dortmund tók á móti Augsburg í mánudagsleik í gær og mættu 25 þúsund færri á leikinn en venjulega hjá liðinu.

Meira að segja vallarþulur Dortmund tók þátt í mótmælunum er hann sagði fyrir leik að félagið væri einnig á móti mánudagsleikjum.

Ástæðan fyrir þessum leiktíma er að samkvæmt nýjum sjónvarpssamningi þurfa að vera nokkrir leikir á mánudögum. Dortmund ætlar að berjast fyrir því að þessu verði breytt.

Leikurinn fór annars 1-1 sem var nú ekki heldur til þess að kæta stuðningsmenn Dortmund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.