Sveitarfélögum heimilt að taka gjald fyrir nagladekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er skýrari rammi um hjólreiðar og hvernig hjólreiðamönnum beri að haga sér í umferðinni. Vísir/Stefán Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira