Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 12:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við upphaf formannafundarins í morgun. vísir/heimir már Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30