Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk. Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28