Erlent

Alvarlegt flugslys í Rússlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjötíu og einn var um borð í vélinni sem brotlennti nærri Argunovo. Myndin er af vél sömu gerðar.
Sjötíu og einn var um borð í vélinni sem brotlennti nærri Argunovo. Myndin er af vél sömu gerðar. visir/afp
Farþegaþota Rússneska flugfélagsins Saratov Airlines var á leið frá Moskvu til borgarinnar Orsk í Úralfjöllum þegar hún hvarf af ratsjá í hádeginu í dag. Sjötíu og einn var um borð í vélinni.

Viðbragðsaðilar í Rússlandi hafa sagt í viðtali við fréttastofu Interfax að vélin hafi brotlent og að það séu engar líkur á því að nokkur hafi lifað af. Að sögn viðbragðsaðila brotlenti vélin nærri Argunovo, um áttatíu kílómetra norðaustur af Moskvu.

Sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni.

Flugvélin var af gerðinni Antonov An -148

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×