Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 15:45 Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira