Fótbolti

Kuldalegar móttökur Östersunds: Velkomnir í snjóhúsið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Östersund fögnuðu ákaft eftir að þeir tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Nokkrum mánuðum síðar tryggðu þeir sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar.
Leikmenn Östersund fögnuðu ákaft eftir að þeir tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Nokkrum mánuðum síðar tryggðu þeir sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar. vísir/getty
Arsenal mætir sænska liðinu Östersunds í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Svíanna á fimmtudaginn.

Östersund er norðarlega í Svíþjóð og má því búast við vetrarveðri þegar Lundúnaliðið mætir í heimsókn.

Samfélagsmiðlastjóri félagsins ákvað að slá á létta strengi á Twitter í upphitun fyrir leikinn og bjóða lið Arsenal velkomið í nýja búningsherbergi félagsins sem staðsett er í snjóhúsi.





Östersunds varð í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og má segja að liðið sé að upplifa sannkallað Öskubuskuævintýri í Evrópukeppninni í ár. Liðið komst upp í efstu deild í Svíþjóð í fyrsta skipti fyrir tímabilið 2016 og er þetta í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni.

Leikur Östersund og Arsenal fer fram á fimmtudaginn klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×