Baghdadi særðist alvarlega í árás í maí Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 15:54 Baghdadi í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014. Vísir/AFP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52
Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45