Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum. VÍSIR/ERNIR Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjöldi þingmanna hefur ekki farið að reglum Alþingis um endurgreiðslu aksturskostnaðar. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. „Okkur reiknast svo til að við 15 þúsund kílómetra markið verði hagkvæmara fyrir þingið að leigja bíl fyrir þingmanninn en greiða fyrir akstur á einkabíl hans,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri þingsins, um umrætt viðmið í reglum þingsins. Aðspurður segir Karl regluna setta til að auka hagkvæmni fyrir Alþingi og á undanförnum árum mun því hafa verið beint til þeirra þingmanna sem mest hafa ekið að færa sig yfir á bílaleigubíl.Sjá einnig: Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar „Sumir hafa orðið við þeim tilmælum en aðrir ekki. Við höfum skilning á því að þeir þurfi einhvern aðlögunartíma,“ segir Karl. Samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar er endurgreiðsla fyrir 15 þúsund kílómetra akstur um 1,5 milljónir króna. Miðað við hagkvæmnirök þingsins má ætla að þingmaðurinn taki til sín þann mismun sem þingið hefði sparað með notkun bílaleigubíls þegar farið er upp fyrir þá fjárhæð. Ekki hefur verið tekið saman hve mikið þingið hefði sparað færu allir þingmenn eftir reglunum. Endurgreiðslur til þingmanna sem ekki fara eftir umræddum reglum eru yfir 150 milljónir á undanförnum fjórum árum samkvæmt svari þingsins við fyrirspurn þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar. Sá þingmaður sem vermt hefur toppsætið frá 2014 hefur fengið 19,9 milljónir skattfrjálst á árunum 2014 til 2017 vegna aksturs á eigin bíl. Í 17. gr. laga um þingfararkostnað kemur fram að umræddar endurgreiðslur eru skattfrjálsar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25