Innlent

Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt.
Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt. Vísir/Getty
Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á síðustu mánuðum hefur brotist inn í tugi íbúða og verslana í Reykjavík og nágrenni. Innbrotafaraldurinn sem reglulega hefur verið greint frá á síðustu vikum ber því nafn með rentu.

Það var á fjórða tímanum í nótt sem tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun við Laugaveg. Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt en ljóst er að innbrotsþjófur hefur spennt upp hurð verslunarinnar og stolið einhverju magni muna. Ekki er búið að meta umfang tjónsins eða taka saman hverju nákvæmlega var stolið úr versluninni.

Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun

Þá var tilkynnt um innbrot á heimili í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði innbrotsþjófur farið inn um glugga, rétt eins og innbrotsþjófur gerði í gær í austurborginni. Ljóst er að þjófurinn hefur farið inn á heimilið og rótað til en ekki er vitað á þessari stundu hverju var stolið.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna.


Tengdar fréttir

Fjögur innbrot í Flatahverfi einu

Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×