Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 05:56 Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt. Vísir/Getty Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á síðustu mánuðum hefur brotist inn í tugi íbúða og verslana í Reykjavík og nágrenni. Innbrotafaraldurinn sem reglulega hefur verið greint frá á síðustu vikum ber því nafn með rentu. Það var á fjórða tímanum í nótt sem tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun við Laugaveg. Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt en ljóst er að innbrotsþjófur hefur spennt upp hurð verslunarinnar og stolið einhverju magni muna. Ekki er búið að meta umfang tjónsins eða taka saman hverju nákvæmlega var stolið úr versluninni.Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllunÞá var tilkynnt um innbrot á heimili í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði innbrotsþjófur farið inn um glugga, rétt eins og innbrotsþjófur gerði í gær í austurborginni. Ljóst er að þjófurinn hefur farið inn á heimilið og rótað til en ekki er vitað á þessari stundu hverju var stolið. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna. Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan segir fjölda innbrota eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. 19. janúar 2018 14:55 Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á síðustu mánuðum hefur brotist inn í tugi íbúða og verslana í Reykjavík og nágrenni. Innbrotafaraldurinn sem reglulega hefur verið greint frá á síðustu vikum ber því nafn með rentu. Það var á fjórða tímanum í nótt sem tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun við Laugaveg. Ekki er vitað hversu margir voru að verki í nótt en ljóst er að innbrotsþjófur hefur spennt upp hurð verslunarinnar og stolið einhverju magni muna. Ekki er búið að meta umfang tjónsins eða taka saman hverju nákvæmlega var stolið úr versluninni.Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllunÞá var tilkynnt um innbrot á heimili í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði innbrotsþjófur farið inn um glugga, rétt eins og innbrotsþjófur gerði í gær í austurborginni. Ljóst er að þjófurinn hefur farið inn á heimilið og rótað til en ekki er vitað á þessari stundu hverju var stolið. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan segir fjölda innbrota eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. 19. janúar 2018 14:55 Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan segir fjölda innbrota eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. 19. janúar 2018 14:55
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00