Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Vísir Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00