Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:58 Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Mynd/Lindarvatn ehf. Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum. Skipulag Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum.
Skipulag Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira