Maradona um mótherja Íslands á HM: Lið eru ekki hrædd við Argentínu lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Lionel Messi, páfinn og Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sjá meira
Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sjá meira