Innlent

150 manns fastir í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal þeirra vega sem eru nú lokaðir vegna ófærðar og veðurs er Hellisheiðin.
Á meðal þeirra vega sem eru nú lokaðir vegna ófærðar og veðurs er Hellisheiðin. vísir/jóhann k. jóhannsson
Allflestir vegir í uppsveitum Árnessýslu er nú lokaðir auk þess sem Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar. Þá er þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni lokaður auk þess sem búið er að loka Biskupstungnabraut og frá Laugavatni að Gullfossi.

Einnig er búið að loka veginum milli Hveragerðis og Selfoss og Suðurstrandarvegi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að 150 manns séu fastir í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum þar sem þeir komast ekki leiðar sinnar. Þá er talsverður fjöldi einnig á Gullfossi og Geysi.

Þeim ferðamönnum sem komast ekki leiðar sinnar frá Selfossi hefur verið vísað í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Eyrarveg.

Að því er fram kemur í færslu lögreglunnar eru björgunarsveitir Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu nú á fullu við að aðstoða ökumenn um alla sýsluna.




Tengdar fréttir

Lægð dagsins annars eðlis

Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×