Erlent

Jarðskjálfti að stærð 4,4 skók Bretland

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Skjálftinn fannst vel í Swansea.
Skjálftinn fannst vel í Swansea. Vísir/AFP
Jarðskjálfti skók hluta Bretlands í dag en upptök hans voru 20 kílómetra norðaustur af borginni Swansea. BBC greinir frá.

Skjálftinn fannst í suðurhluta Wales, á suðvesturhluta Englands og í Midlands en engar tilkynningar hafa verið um eignatjón eða áverka sökum jarðskjálftans.

Breska veðurstofan segir í tilkynningu að upptök skjálftans hafi verið um 20 kílómetra norðaustur af Swansea við 7,4 kílómetra dýpi. Einnig segir veðurstofan að skjálftar af þessari stærðargráðu verði á tveggja til þriggja ára fresti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×