Ráðlegt að huga að niðurföllum í stormi morgundagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 23:35 Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi um allt land en búist er við mikilli úrkomu seinnipartinn á morgun. VÍSIR/VILHELM Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki. Veður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki.
Veður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira