„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:45 Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira