„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:45 Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira