Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Silfraði bjargvætturinn? Laxeldið virðist gera Vestfirði aftur ákjósanlega til búsetu. Fjölgun þar er meiri en meðaltal á landinu síðustu 5 ár. Vísir/Aron Ingi Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00