Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Mörg skúmaskotin innan veggja Alþingis eru hulin landsmönnum. Líklegt þykir hins vegar að ljóstýra nái á næstu vikum inn í það horn sem geymir akstursdagbækur þingmanna. Vísir/Daníel Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29