Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2018 11:31 Grímsey skelfur. Vísir/Jói K. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey hefur haldið áfram síðustu daga en undir morgun mældist skjálfti upp á 5.2 stig. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og var svipuð hrina í gangi á svæðinu 2013. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif stóri skjálftinn í nótt muni hafa á þau misgengi. Svæðið er hluti af Tjörnesbrotabeltinu; misgengissvæði milli rekbeltanna sem liggja um Ísland og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg, og algengt er að þarna komi hrinur skjálfta. Síðasti stóri skjálftinn, 5.4 að stærð, var árið 2013 á þessum slóðum. Skjálftarnir hafa fundist víða á Norðurlandi og segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að óvissustig almannavarna þýði að aukið eftirlit sé haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. „Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Vonast til að fá vinnu að námi loknu Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu „Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Uppsagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugarnesi Hlupu í burtu þegar ungmenni dró upp hníf Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey hefur haldið áfram síðustu daga en undir morgun mældist skjálfti upp á 5.2 stig. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og var svipuð hrina í gangi á svæðinu 2013. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif stóri skjálftinn í nótt muni hafa á þau misgengi. Svæðið er hluti af Tjörnesbrotabeltinu; misgengissvæði milli rekbeltanna sem liggja um Ísland og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg, og algengt er að þarna komi hrinur skjálfta. Síðasti stóri skjálftinn, 5.4 að stærð, var árið 2013 á þessum slóðum. Skjálftarnir hafa fundist víða á Norðurlandi og segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að óvissustig almannavarna þýði að aukið eftirlit sé haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. „Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Vonast til að fá vinnu að námi loknu Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu „Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Uppsagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugarnesi Hlupu í burtu þegar ungmenni dró upp hníf Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59