„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 09:05 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“ Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“
Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels