Stormur eftir storm eftir storm Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:32 Festið lausamuni og gangið í ykkar allra þyngstu fötum. Það er stormur á leiðinni. Vísir/Ernir Það mun ganga í suðaustan storm á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Í fyrstu mun honum fylgja snjókoma sem síðar verður að stórhríð að sögn Veðurstofunnar. „Það dregur til tíðinda í kvöld,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Frostið verður á bilinu 0 til 9 stig.Áfram eru gular viðvaranir í gildi og víða varasamt ferðaveður.Þegar líður á kvöldið og nóttina mun þó hlýna í veðri og breytist úrkoman yfir í slyddu og síðan rigningu. Það gengur svo í sunnan og suðaustan storm eða rok í fyrramálið og „því ljóst að flestir á landinu þurfa að huga að lausamunum fyrir kvöldið og nóttina,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Vindurinn snýst svo í allhvassa suðvestlæga átt á morgun, það mun kólna í veðri og gera má ráð fyrir slydduél. Hefðbundinn útsynningur „eins og Sunnlendingar kalla það.“ Dregur svo úr útsynningnum á laugardag en undir lok helgarinnar gengur í öflugan sunnanstorm með talsverðri rigningu. „Það er víst best að taka einn storm í einu og því verður ekki farið nánar í það að svo stöddu,“ segir gamansamur veðurfræðingurinn. Eftir helgi heldur lægðagangurinn síðan áfram.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.Á sunnudag:Gengur í sunnan storm með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. Slydda eða snjókoma V-til á landinu um kvöldið og kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt og éljagangur, en þurrt A-lands og bjart með köflum. Frost um allt land.Á miðvikudag:Útlit fyrir hlýja sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn og kólnar. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Það mun ganga í suðaustan storm á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Í fyrstu mun honum fylgja snjókoma sem síðar verður að stórhríð að sögn Veðurstofunnar. „Það dregur til tíðinda í kvöld,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Frostið verður á bilinu 0 til 9 stig.Áfram eru gular viðvaranir í gildi og víða varasamt ferðaveður.Þegar líður á kvöldið og nóttina mun þó hlýna í veðri og breytist úrkoman yfir í slyddu og síðan rigningu. Það gengur svo í sunnan og suðaustan storm eða rok í fyrramálið og „því ljóst að flestir á landinu þurfa að huga að lausamunum fyrir kvöldið og nóttina,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Vindurinn snýst svo í allhvassa suðvestlæga átt á morgun, það mun kólna í veðri og gera má ráð fyrir slydduél. Hefðbundinn útsynningur „eins og Sunnlendingar kalla það.“ Dregur svo úr útsynningnum á laugardag en undir lok helgarinnar gengur í öflugan sunnanstorm með talsverðri rigningu. „Það er víst best að taka einn storm í einu og því verður ekki farið nánar í það að svo stöddu,“ segir gamansamur veðurfræðingurinn. Eftir helgi heldur lægðagangurinn síðan áfram.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.Á sunnudag:Gengur í sunnan storm með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. Slydda eða snjókoma V-til á landinu um kvöldið og kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt og éljagangur, en þurrt A-lands og bjart með köflum. Frost um allt land.Á miðvikudag:Útlit fyrir hlýja sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn og kólnar.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16